Kveðjustund

Featured image

Elsku Hanoi,

Þetta hafa verið mjög ánægulegir fjórir mánuðir.

Takk fyrir allar góðu stundirnar.

Ég mun sakna þín.

Þín (að eilífu)

Árný

Featured image

Hanoi er merkilega yndæl borg. Vanalega finnast mér borgir leiðiegar og þreytandi. Tvær borgir í heiminum hefur mér tekist að þola bærilega þær eru Berlín og Hanoi. Sjö milljón manns búa í Hanoi en Berlín rúmar 3 og hálf milljón. Reykjavík hefur síðan 120 þúsund íbúa og mér finnst það ennþá alveg hræðilega yfirþyrmandi eitthvað, fyrstu vikuna eftir að ég flutti þangað, hékk ég grenjandi á hlöllabátum eftir djamm, veinandi yfir fólksmergðinni og öllum helvítis bílunum.

Hér er sagan önnur, það er bara einhver allt annar andi yfir fólksmergðinni og með umferðinni, ljósunum og með flæðinu flæði ég áfram hér eins og ekkert sé. Mögulega er ég að þroskast en það væri ágætis plús.

Hér er svo video sem við í VPV húsinu gerðum. Mjög lýsandi og fróðlegt.

Þessi síðasti mánuður hefur verið heldur erfiður. Heilsan og heimþráin haldast í hendur og heimþráin var ansi sterk núna í byrjun árs. Þarafleiðandi varð heilsan verri og var ég heldur þung á mér og slöpp núna síðustu vikur. Mér fannst ég svo tilbúin til að fara heim fyrir mánuði síðan, en núna þegar kemur raunverulega að því að kveðja þá er ég barasta ekkert tilbúin.

Featured image

Tárin láku stjórnlaust niður þegar ég kvaddi krakkana í vinnunni í fyrradag.  Ég vann með um 15 börnum í fjóra mánuði og náði mjög sterkum persónulegum tegnslum við hvert og eitt þeirra. Vinnustaðurinn sem slíkur er rugl erfiður og þreytandi og ekkert sérlega upplífgandi í heild sinni, kennararnir óhálpsamir og hálffúlir. En börn eru alltaf börn, tabula rasa, autt blað og svo hrein og tær, þessvegna náði ég til þeirra og þau til mín – hreinskilnin uppmáluð og svo galopin fyrir öllum hugmyndum. Mikið á ég eftir að sakna þessa yndislegu barna, sem voru öll orðin svo góðir vinir mínir. Ég veit ekki hvort þau eða ég skældu meira þegar ég gekk út um dyrnar.

Featured image

Featured image

Þessi vinna var bæði mjög gefandi en einnig mjög krefjandi og gjörsamlega vonlaus á sumum tímapunktum. Á tímum var mjög erfitt að vakana og fara af stað í vinnunna þar sem ríkir stöðug kaótík, erill og mikill hávaði. En þegar upp er staðið voru hamingjustundirnar mun fleiri, þegar ég gat verið hávær og hlegið mig máttlausa með þeim. Þegar ég sá árangur og gleðina í augum barnanna þegar ég mætti gerði gæfumunin.

Featured image

Eitt af mínum afrekum þessa síðust mánuði var að teikna upp heila bók sem verður notuð sem námsefni. Það voru rúmlega 250 myndir sem ég teiknaði bæði í skólanum en líka heima fyrir svo ég næði meiri gæðastundum með börnunum. Kennarinn minn sem nánast aldrei rekur upp svip og er mjög ströng við börnin, var svo glöð að hún brosti næstum til mín  þegar ég rétti henni síðustu myndirnar við kveðjustundina.

Featured image

Featured image

Í gær byrjaði túristaleiðangurinn minn en þá fór ég til Halong Bay. Það er svæði við ströndina hérna og telur um 2000 eyjadranga, á þeim eru svo undurdfagrir hellar og fleiri náttúruundur. Svæðið var skráð í UNESCO sem World Heritage Site. Þangað fór ég í lúxussiglingu þar sem ég borðaði sjávarrétti á bátnum, silgidi mínum eigin kajak inn í hella og í kringum eyjarnar, fór svo inn í risavaxinn og upplýstan helli sem var alveg magnað. Staðurinn er hinsvegar hryllilega túristamiðaður og fyrir mér er það ekki alveg uppáhalds upplifunin þegar maður er búin að vera með heimamönnum að skoða ókannaðar víddir annarstaðar.

Featured image

Þessa stundina sit ég í kjounni minni, í herberginu mínu sem hefur verið mitt heimili síðustu fjóra mánuði. Það er skrýtið að ég sé loksins sú sem þarf að kveðja. Hér hátti ég margar góðar stundir í VPV húsinu í Nguyễn Phong Sắc 99 við Quận Cầu Giấy. Síðan ég kom hingað hafa kveðjustundirnar verið margar, eða um 50. Hér er listi yfir fólkið sem ég hef búið með síðustu mánuði.

 1. Uffe, (dansku
 2. Featured imagejannis , (þýskur)
 3. rickie ,(dönsk)
 4. moritz ,(þýskur)
 5. tom, (breskur)
 6. esther, (þýsk)
 7. alma, (finnsk)
 8. edda,(íslensk)
 9. amin,(spænskur)
 10. pauliina (finnsk)
 11. sandra, (þýsk)
 12. Mi Ha (canada/víetnömsk)
 13. chihiro (japan)
 14. elisa (frönsk),
 15. lena, (þýsk)
 16. david,(þýskur)
 17. lena2, (þýsk)
 18. tabea,(þýsk)
 19. dao (frönsk/víetnömsk)
 20. pierre (franskur)
 21. lucas, (franskur)
 22. sophie (frönsk)
 23. terry (breskur)
 24. elise (frönsk)
 25. sabrina (canadísk)
 26. alex (ameríkani)
 27. johanna (sænsk)
 28. marge (ástralía)
 29. michelle,(áströlsku)
 30. miguel (spænskur)
 31. millie (nýjasjáland)
 32. anna (dönsk)
 33. marie (frönsk)
 34. elisa (ítölsk)
 35. stefani (ítöslk)
 36. alya (ameríkani)
 37. anna (sænsk)
 38. anna (áströlsk)
 39. beth (áströlsk)
 40. laurence (áströlsk)
 41. Katherine (dönsk)
 42. fiona (swissnesk)
 43. sacha (swissneskur)
 44. selma (dönsk)
 45. elvira (sænsk)
 46. elvira (spænsk)
 47. louise (dönsk)
 48. rikke (dönsk)
 49. yun (canada)
 50. andré (portúgali)
 51. antonio (portúgali)

Svolítið brjálað. Og nú er komið að mér að kveðja þetta blessaða hús.

í kvöld held tek ég svefnrútu, og bíður mín 12klukkustunda keyrsla til Hue. Þar gisti ég eina nótt og held svo til Hoi Anh þann 14. febrúar. Í Ho Anh verð ég líka í eina nótt og einn dag og held síðan áfram suður til Nha Trang, þar verð í smá stund og stunda köfun. Þaðan fer ég svo til Ho Chi Minh og tek þaðan flugið til Berlínar (með einu stoppi í Moscow) en það er að morgni þann19. febrúar.

Featured image

Sem þýðir það að eftir slétta viku verð ég í örmum míns heitelskaða Daða í Berlín! Þar verð ég í einhverja daga áður en ég kem svo loksins heim til Íslands. Jibbíjey. Allt að gerast!

Heyrumst síðar.

Featured image

Auglýsingar

Ómæld gleðin og vinirnir góðir

Featured image

Víetnam er svo mikil snilld

Svo mikil snilld að stundum bara skiptir ríkið um skoðun án þess að láta hvorki kóng né prest (munk?) vita. Þannig var það með öll lög um vegabréfsáritanir. Mitt vegabréf var stimplað til þriggja mánaða og ætlaði ég að framlengja því þegar því lauk, en mér var ráðlagt að gera það. En neinei hér sat ég uppi með það að þurfa að yfirgefa landið. Íslendingar eru nú ekki þekktir fyrir að deyja ráðalausir og frasinn „Þetta reddast“ var tekin á þetta. Gamla skellti sér því bara á gott djamm í Bangkok og kom til baka með splunkunýja áritun.

Featured image

í Hanoi var búið að vera kuldakast og því pakkaði ég niður ullarpeysu, hlýjum sokkum, buxum og einum bol ofan í litla tösku og var þá tilbúin í ferðalagið. Með peninga, síma og vegabréf í innanklæðaveskinu lagði ég af stað eftir 3tíma svefn frá djamminu á undan. Ég var ekki einu sinni með útprentaðan flugmiða enda er það algjör óþarfi nútildags. Hinsvegar er æskilegt að vita flugnúmerið og hvenær flugið fer og því hringdi ég í ferðaskrifstofuna mína á leiðinni á flugvellinn til að afla mér þeirra upplýsinga

.Featured image

Þetta var semsé kvöldið áður, tekið vel á því í karókí.

Veit ég ekki betur en þegar ég vakna þunn við harkalega lendinguna og þá var bara spurningin hvert skyldi halda. Undirbúiningurinn minn var enginn og ég hafði ekki einu sinni hugmynd um hver gjaldmiðillinn var. Á leiðinni út úr flugvélinni rakst ég á áhugaverða stúlku sem ég talaðist við. Reyndist hún vera stórbóni frá NýjaSjálandi, þar er hún með 1200kúa bú, eina stóra (200 kúa minnir mig) hringekju og líka 40kúa mjaltarbás. Lucy stórbóndi er á bakpokaferðalagi um heiminn og áttum innihaldsrík samtöl um pensilínmeðferðir, áburðargjöf, heyjun og fleira sem viðkemur búskap og var mikið gott að leysa aðeins frá þeirri skjóðu.

Featured image

Við ákváðum að hnýta saman skó okkar og verða samferða niður að hostelinu sem hún var búin að panta og ég krossaði fingur um að pláss væri fyrir einn til viðbótar þar, svo reyndist ekki vera en ég fann annað rétt hjá. Traffíkin í Bangkok er biluð, hún er svo hryllilega hæg. Hanoi traffíkin er geðbilun en þar virðir enginn umferðarreglur og fyrir vikið gengur hún hratt og greiðlega fyrir sig. Okkur tókst að komast frá flugvellinum niður í miðbæ á þremur klukkutímum.

Featured imageFeatured imageFeatured image

Svo drukkum við svolítinn bjór, átum nokkur skordýr, skoðuðum túrista og jimminn eini hvað það er mikið af túristum í Bangkok. Litla sveita sálin mín var ekki alveg að fíla það en í staðin fékk ég mér fílabjór og ég fílaði hann vel. Til að falla inní kúltúrinn fór ég og túristaðis til the Grand Palace. Það er einna vinsælasti túristastaðurinn en hann samanstendur af byggingum frá konungsfjölskyldunni, auk nokkura safna og ráðhúsa, öll eru húsin úr gulli og að auki ríkulega skreytt allskyns furðuverum.

Featured image

Sólin var hátt á lofti og áttaði ég mig ekki á því að ég Bangkok er jú töluvert sunnar en Hanoi. Ég hefði því betur átt að pakka stuttbuxum og sólarvörn, í staðin stóð ég í svitapolli og sólbrann á sama tíma. Mikil ósköp var gott að koma heim í Hanoi í kuldan (20gráðurnar), kunnulegu mótorhjóla traffíkina og hitta síglaða brosmilda Víetnamana aftur.

_________________________________________________________________

Daglega lífið. Uppskrift af einföldu lífinu mínu hér.

 • 08:20 vakna, hoppa í föt, grípa eitt brauð í vasan og hlaupa útá parkingið að ná í hjólið mitt. Það er með eitthvað vesen á morgnanna og tekur það mig fimm mínútur að kickstarta því í gang.
 • 09:00 Phuc Tue Caring Center. Mæting í vinnu, fer þá í fyrsta bekkinn minn, þar eru krakkarnir að læra að skrifa eða reikna einföld reikningsdæmi og aðstoða ég þau við að halda athyglinni sem er heldur af skornum skammti hjá þeim.Featured image
 • 09:45 Frímínútur og þá fer ég með þeim út á planið þar sem við hlaupum um eða teiknum með krítum parís, hoppleiki, form og umferðarmerki.
 • 10:15 Frímúnúturnar búnar og fara börnin þá inn aftur. Þá hinsvegar fer ég yfir í annan bekk og næ þar í fulltrúa klósettliðsins og við þrífum klósettið saman
 • .Featured image
 • 10:50 Undirbúa matartíman, þrífum hendur og þurrkum af matardiskunum. Rétt eftir ellefu fara börnin að borða og þá fer ég heim í hádegishlé.
 • 12:00 Hádegismatur í VPV húsinu mínu þar sem ég bý
 • 13:00 Bjúdíblundur (börnin í centerinu sofa líka á þessum tíma)
 • 14:30 Mæting aftur í vinnu. Þá fer ég í annaðhvort fyrsta bekkinn minn eða annan þar sem dagskráin er aðeins lausari í sér eftir hádegið og get ég því verið með mitt eigið námsefni fyrir þau. Við erum þá að spila allskonar minnisleiki, teikna og föndra risaeðlur og bíla, en í centerinu eru hlutföll stráka um 90%.
 • Featured image
 • 16:30 Ég er búin í vinnunni og tekur það mig þá 30 mínútur að keyra aftur heim í háannatraffíkinni.
 • 17:15 Yoga
 • 18:30 Kvöldmatur og eitthvað hrísgrjónarugl
 • 19:00 Tjilla uppá þaki, tölvast, teikna, fara út í bjór, fara í bíó eða horfa á mynd á skjávapanum og önnur afþreying.
 • 00:00 sofna við rottuvæl og hrotur herbergisfélaganna.

__________________________________________________________________

Djammið

Featured image

Featured image

Hér er eins og áður hefur komið fram er alltaf einhver að koma og fara. Því ber að fagna og eru því hér komupartý og kveðjupartý til skiptis um það bil þrisvar í viku. Hrísgrjónavín og bjórdrykkja er þar toppurinn á tilverunni og hafa allskonar skemmtileg atvik komið upp. Hef ég nú komið mér upp ágætist orðspori sem partýljón hússins (icelandic viking drinking girl) og verður fólk hálf skúffað ef ég neita eins og sem einu djammi. Í þessari viku fann ég upp á þvílíku partýgeimi sem felst í því að teppaleggja stigan með dýnum niður af sjöttu hæð niður á þá fjórðu og renna svo niður á svefnpokum. Þvílík skemmtum hefur ekki fyrirfynnst í húsinu og er víst að þetta verður amk mánaðarleg skemmtun.

Featured image

Í gærkvöldi var síðan haldin grafalvarleg beerpong keppni með þýskum reglum. Lið kvöldsind voru sex talsins. Skylda var að hafa liðsbúninga og að sjálfsögðu gott nafn. Nöfn liðanna voru: Here 4 Beer, Questaazz, The Vikings, Fuck The System, Natti Nakki (eitthvað finnskt) og The Iron Giants. Keppt var í lotum og rúllaði the Questaazzz upp sínum fyrstu leikjum, en það voru að sjálfsögðu ég og vinnufélagi minn þjóðverjinn hann Moritz.

Featured image

Featured image

Featured image

Eftir fjóra leiki var komið að úrslitaleiknum á móti Here4Beer en í því liði var þjóðverjinn Jannis og Ameríkanin hann Alex, báðir gríðarlega sterkir leikmenn. Spennan var í hámarki og því ekki komist hjá því að spila leikinn úrað ofan. Dramatísk mússík og klapplið sem stóðu á öndinni. Að lokum fór svo að við Moritz töpuðum leiknum og drukkum undir lokin fjögur glös frá andstæðingunum, en þeir rúlluðu upp leiknum á síðustu metrunum.

Featured image

Alex kemur með meira öl

Featured image

Featured image

Here4Beer (rauðir) og Questaazz (hvítir) eftir úrslitaleikinn

Tók þá við allsherjar seríóspakkateygju leikurinn. Yoga meistararnir í húsinu tóku þann leik að sjálfsögðu í rassgatið og betrumbættu leikinn og kláruðum hann án þess að beygja hné.  Sigurvegari þess leiks var þó húsvörðurinn sem fór alla leið niður og kom öllum á óvart.  Endaði kvöldið svo uppi á lofti þar sem við lögðum niður dýnur, tókum gott trúnó og sváfum við svo fjögur, ég, Moritz, Jannis og Tom (mínir uppáhalds) undir berum himni eða meira svona þvotti, því lofti er þvottahús og stendur hálfopið þó að þak sé yfir.

Featured image

Maður getur ekki unnið allt, fékk bjór í sárabætur/refsingu

Featured image

Jógað að gera sig

Featured image

Slæda niður stigan, fyrsta tilraun, mikil endurbæting síðar

Featured image

Svona endaði kvöldið fyrir sumum

Featured image

Tekið af nýju brúin í Hanoi á leiðinni heim af flugvellinum

Blessuð sértu sveitin

Hátíðir eru fjölskylduviðburðir. Þessvegna átti ég ósköp erfitt með mig hérna um hátíðirnar ég saknaði fjölskyldu og vina alveg böns. Jólastressið, endalausar skreytingarnar, ofátið, hefðirnar, jólaletin, jólaboðin, brennan og árlegar áramótamælingar ber þar helst að nefna ofarlega á söknuðarlistanum. Til að kafna ekki úr söknuði tók ég mig til of skipulagði „fullkomin“ jól hér í landi.

Hoa Binh

Fyrir jólin stóðum við í VPV fyrir smákökubakstri til sem lokastyrkur verkefnisins The Beloved winter. Þetta þótti stórmerkilegur viðburður og var honum sjónvarpað beint í ríkissjónvarpið hér. Auðvitað var Ísland í forgrunni þar sem ég næ alltaf að troða smettinu á mér fyrir framan myndavélarnar, gjörsamlega óvart þó, það endaði í þetta skiptið í viðtali sem ætlaði engan enda að taka. En fyrir vikið náðum við að safna heilum helling.

Featured image

Loksins fengum við að uppskera eftir allt efiðið. Fórum þá ég, Janis og Moritz (útvaldir alþjóðlegir sjálfboðaliðar) og um 20 víetnamskir sjálfboðaliðar upp lengst upp í fjöll í ferðalag. Ég reyni ólm að yfirgefa stórborgina og flýja í sveititnar. Ferðinni var heitið í þriggja tíma rútuferð til Hoa Binh þar fátæktin er allsráðandi. Þar héldum við uppi viðburð með söng, dans og skemmtiatriðum auk þess sem við gáfum þeim gjafir fyrir fjárhæðina sem hafði safnast. 300 börn fengu jólapoka með bók, skrifblokk,vettlingum, húfu, blýanti, strokleðri, penna og trefil. Skólinn fékk að auki fleiri bækur, skriffæri og hrísgrjón til að ala börnin.

Featured image

Featured image

Að launum fengum við höfðinglegar móttökur, glaðleg brosmild barnsandilt og heljarinar veislu um kvöldið. Var þá skálað í cassava vín, sem er vín búið til úr einskonar sætum kartöflum. Mikil gleði var við völd og var haldin kvöldvaka með varðeldi okkur einnig til heiðurs. Sem betur fer var brennan hlý og áfengisvíman ekki verri þegar ísköld nóttin tók við.

Featured image

Featured image

Kaldari nótt hef ég ekki upplifað, en við sváfum á gólfinu kofa sem var engan vegin fokheldur í orðisins fyllstu merkingu, aðeins með svefnpoka að vopni. Þessa nótt fékk ég að kynnast því hvernig líkamshiti annarar manneskju getur haldið þér á lífi, en allur hópurinn staflaði sér saman í eitt risaknús og héldum við þannig á okkur hita. Morgunin eftir fengum við að kynnast blessaðri plöntunni sem við drukkkum kvöldið áður, en þá bruðgum við okkur í bændastörf og plægðum heilan kartöfluakur til að ná upp uppskerunni. Tókst okkur þá að ná upp almennilegum yl aftur í kroppin áður en haldið var heim á leið til Hanoi.

Featured image

Featured image

Featured image

Jólahátíðin

 Featured image

Jólanefnd hóf störf 1.desember, ég varð að sjálfsögðu óvart einskonar formaður hennar. Á dagskránni var jólabakstur, jólamússík, jólaföndur, jólaskraut, jólaglögg og annað sem viðkemur þessari blessaðri hátíð. Við gáfum kokkunum okkar frí í heila tvo daga og nokkrar stelpur hér skiptum því á milli okkar að elda ofan í liðið, eða um þrjátíu manns. Haldin var kosning um hvenær við skyldum fagna eiginlegum jólum, því þau eru vissulega ekki haldin á sama tíma á meðal heimilismanna sem koma hvaðanaf úr heiminum en niðurstaðan var þann 24desember í stað þess 25.

Matseðillinn var eftirfarandi.

Plokkfiskur frá Íslandi í hádegismat

Forrétur fré Frakklandi,

Waldorfsallad frá Íslandi,

Hnetusmjörsspaghetti frá Kanada

Kartöflusallat frá Þýskalandi

Eftirréttur, risalamand frá Danmörku

Karmellusósa frá Íslandi til að hrista upp í rísalamandinu

Aðalrétturinn var svo víetnömsk önd.

Miðnæturjólaglögg frá Svíðþjóð

Smákökur frá Danmörku og Þýskalandi

Að sjálfsögðu var líka allskonar vín til að skola niður gumsinu.

Daginn eftir átum við svo afganga sem nóg var af.

 Featured image

Allt fór mjög svo farsællega fram og allir voru ánægðir með útkomuna (nema sófin sem fékk einhverja óútskýranlega meðferð og endaði blautur uppi á þaki, það er að segja á 6.hæð). Hér í Víenam voru hér haldin mjög notaleg jól með okkar ástkæru VPV fjölskyldu.

Ha Tinh

26.desember fékk ég svo eftirfarandi skilaboð frá Vinh vini mínum:

in 30 evening will get on bus, maybe, i will talk with Đưc for you off in 31 December.

we will back Ha Noi in 4 January. if it is ok, i will ask? Moritz will come together.

Ég hafði ekki grænan grun hvað maðurin var að fara með þessu, en síðar ústkýrðist það að hann var að bjóða mér í brúðkaup hjá frænku sinni í heimabæ sínum. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég líka bara að slá til, en við lifum víst bara einu sinni. Þann 30. stökk ég upp í svefnrútu án þess að vita hvert í andskotanum ég væri að fara. 9 tímum síðar vaknaði ég í miðju Víetnam í bæ sem heitir Ha Tinh.

Featured image

Þrígengið (Vinh, Moritz og ég) vorum lent þar um 4 um morgunin og vorum næstum of sein í byrjunina á brúðkaupinu. Hér eru sko stórfurðuleg brúðkaup á stórfenglegum mælikvaðra. Þau stanada yfirleitt í þrjá sólarhinga og þá er drukkið, étið og sungið karókí. Þau eru haldin útivið í sésaumuðum litríkum tjöldum. Við Moritz fengum þar verkenfni að bjóða öllum gestunum vekomin með því að taka í hendurna á þeim og vísa þeim inn, það var hægarasagt en gert en gestrinir voru um eitt þúsund manns sem koma mimsumandi tímum, svona eins og opið hús.

Featured image

Þetta var einsök lífsreynsla en vissulega mjög þreytandi þegar svona margt nýtt er fyrir hendi. Svefnin tók völdin um klukkan 10 en þá örmögnuðumst við upp í rúm ef rúm má kalla. Meira að lagi ofvaxinn spítuplanki með teppi ofanaá sem kallaðist rúm fyrir fjóra, eitt stelpurúm og eitt stráka svo við höfum það á hreinu. Húsið sem Vinh býr í er líka heldur frábrugðið sem okkur ber að venjast en það stendur hálfopið, gluggarnir gat í steinveggjunum. Klósettið er lítill kofi með gati í gólfinu, við hliðina á svínastíunni. Sturtuaðstaðan er hálflokað steypt herbergi með bala og er sameiginlegt með eldhúsvaskinum. Í ókunnu faðmlagi (til að halda á okkur hita) við systur og móður Vinh svaf ég og tók á móti nýja árinu.

Featured image

Morguninn eftir klukkan 6:00 beið okkur rúta með síglöðum og syngjandi víetnömum. Úrill, illa sofin og þunn skrauluðumst við vestræna parið (Vinh löngu vaknaður) inn í rútuna sem fór með okkur um helstu staði þessarar sýslu. Þar má nefna heimili frægasta rithöfundar Víetnam, minnnismerki fallinna stríðshetja, skotgrafir og holur eftir sprengjur úr stríðinu. Mikið magn af reykelsum var brennt þennan dag, en það er hefð að skila eftir brennandi reykelsi á frægum stöðum sem þessum.

Featured image

Sveitin góða bauð okkur velkominn daginn eftir það, en faðir Vinh er bóndi í frumskógi sem stendur við fjallsrætur. Loksins loksins fékk ég að skoða alvöru sveit hér með heimamönnum, en það hefur verið draumurinn síðan ég kom. Þar fékk ég að veiða mér hálfvillta hænu og önd til hádegisverðar og fengum við kennslu við sérvíetnamskar sláturaðferðir sem ég ætla ekki að fara nánar útí hér.

Featured image

Skepnurnar eru svo eldaðar í heilu lagi, soðnar uppúr sínu eigin blóði en voru ljúffengar engu að síður. Ég veigraði mér nú aðeins við að velja mér bitana, þar sem ég hafði ekki áhuga á að naga á fótleggjunum sjálfum eða kjamsa á hanakambnum. Einn bitinn sem Moritz var við það að stinga upp í sig reyndist vera sjálft rassgatið missti greyið matarlystina undireins. Annað rann lúft niður með lögg af hrísgrjónavíni. Hér þykir mjög fínt að skála í hrísgrjónavín, en ég áttaði mig á nýlega á því að það er ekkert annað en pjúra landi unnin úr hrísgrjónum. Ekkert að því svosum!

Featured image

Ég fékk svo stutta kennslu í að plægja með Buffalónauti. Kynningu á helstu ávöxtum frumskógarins. Hitti frænda Vinh sem býr þar á næsta bóndabæ en hann býr einn og er haltur og skakkur eftir stríðsátökin, hann kenndi okkur að veiða litla fiska í gildrur. Vinh átti tvö önnur Buffalónaut sem mér fannst ómögulegt að væru nafnlaus svo ég gaf þeim nöfnin Karíus og Baktus. Þá fórum við á ströndina að næturlagi og sulluðum í volgum sjónum. Góluðum mikið í karókí, drukkum meira hrísgrjónavín, skáluðum í bjór og átum „hotpot“.

Featured image

Gríðarlega góð ferð, eftirminnileg, en heim til Hanoi komum við gjörsamlega uppgefin á sunnudagskvöldinu. Ennþá er ég að jafna mig eftir átökin, og þó skellti ég mér í yoga núna eftir vinna þar sem ég stunda klósettþrif og teiknikennslu með bros á vör.

Hello, how are you, how was your day?

Featured imageFormáli

Hversdagslegar spurningar sem maður heyrir oft á dag. Þessar spurningar geta stundum verið svolítið þreytandi, því þær eru tilbreytinalausar og mjög tíðar. En á sama tíma þykir manni vænt um þær og þær eru algjör nauðsyn til að halda uppi góðu andrúmslofti. Fólk er jafn mismunandi og eins og það er margt, en öll erum við hér með einhvern tilgang.

 1. kafli – Hversdagsleikinn

Mér þykir orðið ægilega vænt um þetta fólk sem ég bý með. Hvernig væri dagurinn án þess að heyra hringinguna í vekjarakrukkunni hennar Jóhönnu þremur tímum áður en ég þarf að vakna? Eða Moritz með hárið standandi beint upp í loft, illa sofinn og fúll en að humma í morgunsárið. Brosið sem húsvörðurinn hann Cuang gefur þegar maður hittir hann í morgunsárið, hálfvakandi með úlpuna yfir sér á sófanum. Ó krúttkallinn sem þessi húsvörður er, hleypur um húsið örsmáum skrefum og segir varla orð, enda kann hann ekki ensku. Hann er svo feiminn að hann roðnar þegar maður biður hann um klósettpappír. Hann er líka ósköp klaufskur en rosalega kurteis, um daginn hélt hann til dæmis fyrir mig hurðinni að eldhúsinu en missti matardiskinn sinn, fullan af hrísgrjónum yfir allt eldhúsgólfið í staðin.

Featured image

Ég og Jóhanna í hjólatúr um borgina

Vinkapurinn er fljótur að verða til því allir eru tilbúinir til að gefa af sér, því þrátt fyrir allt erum við hér á sama stað og eigum ekkert nema hvort annað til að halda geðheilsuni. En fólk kemur og fer svo það er líka eins og það er. Ég á eftir að sakna vinar míns hans Terry sem er tæplega sextugur breti, við náðum einstaklega vel saman, vegna þess að við skildum (loksins) kaldhæðnina hjá hvort öðru, ég get svarið það að allir taka öllu gjörsamlega bókstaflega því sem ég læt útúrmér. Hér í húsinu er þó afskaplega gott að vera, þó að nú sé að verða ansi kalt. Þó að úti sé alltaf í kringum 20gráður þá finnst manni það ekki meira en 5gráður.

Þá er engin hitun eða einangrun í húsinu svo það er jafn kalt (yfirleitt kaldara) innandyra sem utan. Maður nær eiginlega aldrei upp almennilegum hita í kroppinn, heldur er maður hálfkaldur allur í gegn alltaf. Innandyra er ég alltaf í ullarsokkunum frá henni Möggu minni. Hér er líka mikill umgangur svo hurðin stendur opin 70% af deginum og hleypir kuldanum inn. Það er engu líka en fólk hér búi í helli, því það á ægilega erfitt með að loka á eftir sér. Í helli! Það er það sem við tölum um, hér kom um nokkur umræða um þetta, en Bretarnir segja það að þú búir í hlöðu, lokir þú ekki á eftir þér, en Svíinn sagði að þá búa í tjaldi sem ekki gera það. Þetta er að sjálfsögðu algjör þvæla því bæði er hægt að loka hlöðu og tjaldi, en hellir hefur ekki einu sinni hurð!

Featured image

 1. kafli – Að rífa sig úr veikindum (vikan 1-7.des)

Vikan var heldur viðburðalítil þar sem ég lá veik fyrir heima. Mér leiddist svo óskaplega að ég tók uppá því að skreyta klósettin með tilgangslausum frösum t.d. vissir þú að ef þú þvingar augnlokin opin meðan þú hnerrar þá gæti augað sjálft poppað úr. Þetta vakti mikla lukku og enn veit enginn hver átti hugmyndina, en hún hefur vaxið og nú er fólk farið að finna upp á nýjum staðreyndum til að skreyta klósettin.

Þegar ég fór svo aftur í vinnuna var mér tekið fagnandi það með sintjá, hello, how are you og æ missjú í einni kös. Einn drengurinn tók líka nýverið uppáþví að sjá algjörlega um mig þegar ég mæti og fer. Hann klæðir mig úr jakkanum, hengir hann upp, raðar skónum mínum og sér um að taskan mín sé á réttum stað, svo þegar ég fer réttir hann mér skóna, klæðir mig aftur í jakkan og setur á mig töskuna. Þá er annar strákur sem sér um að bakka hjólinu mínu úr stæðinu og snúa því þannig að það sé tilbúið fyrir mig til að leggja af stað. Það vantar sko ekki kurteisina hjá þessum börnum hér í Víetnam, og mikil virðing er fyrir þeim sem eldri eru.

Featured image

Þarsíðustu helgi fór ég alein í hjólatúr í lítinn bæ sem er hér í klukkutíma fjarlægð ( sjá video á facebook). Í þessum bæ búa kannski 300 manns, en á þessum stað eru að minnsta kosti þrjú fræg hof (pagoda). Öll á mismunandi hæðum og til að komast að hinu efsta þarf maður að ganga í 20 mínútur upp 350 stórar tröppur. Þaðan getur maður svo gengið enn hærra upp að kolsvörtum göngum sem leiða að djúpum helli. Þar í hellinum er einskonar musteri og grafhýsi. Inní hálfopnu hýsinu eru 300 mannsbein af fórnarlömbum einhverra átaka. Á þessum tímapunkti var leiðsögumaðurinn minn mjög ölvaður og ég skildi ekki alveg alla söguna. Átakanlegt var að sjá raunverulegar hauskúpur og mannsbein svo nærri manni að ég gat léttilega gripið þau og haft með mér ef ég vildi.

Featured image

Mínir tveir uppáhalds – Moritz og Vinh

 1. kafli – fjáröflunar vika (8-14.des)

Glöggir lesendur mínir kærir muna eftilvill eftir því þegar ég eldaði plokkfisk ofan í 500manns hér um daginn. Það var hluti af stærra verkefni sem kallast The beloved winter. Verkefnið felst í því að safna fötum og fjár (peningum ekki rollum) fyrir fólkið í bágri stöðu hér í há-norður Víetnam. Þar verður víst mjög kalt (um 5-10°C) og fólk bókstaflega að deyja úr kulda. Þetta er einskonar auka vinna hjá mér sem ég sinni eftir mína eiginlegu vinnu á dagheimilinu/skólanum.

Featured image

Þá vikuna fór ég með VPV hópnum (sem sem stendur fyrir samtökunum sem ég vinn hjá) í einkarekinn skóla. Börnin þar höfðu safnað heilum helling af fötum og gáfu þar að auki smáaurana sína til styrktar málefnissins. Þar stýrði ég hópefli og leikjum auk þess að kynna okkar fagra Ísland, en mikil forvitni er um okkar litlu þjóð.

Featured image

Erfitt líf í Víetnam 

Fjáröflunar-kvöldvaka var svo haldin í enskuklúbbi eitt kvöldið og var þá mitt hlutverka að kynna mig og hið mikla undur Ísland. Ég fer nú að vera asni dugleg að svara hraðaspurningum um þjóðina okkar, en svörin eru byggð á persónulegri reynslu og fjörugu hugmyndaflugi. Ætli besta svarið hafi ekki verið þegar ég játaði að við byggjum öll í snjóhúsum og ég spældi alltaf eggin mín ofan á flæðandi hrauni. Sögunni fylgir líka auðvitað að ég þekki hvern einn og einasta íslending og að öll íslensk skólabörn þurfi að læra í gunnskóla að afstýra bankahruni.

Blessaður líkami minn þarf að þola ýmisslegt þessa dvöl hér en þessa vikuna fékk ég mitt fyrsta ofnæmiskast. Persónulega varð ég mjög upphrifin af viðburðinum en ég leit út eins og rauðdottpóttur feitur dalmatíuhvolpur á tímabili. Ég var ekkert að stressa mig óþarflega enda var þetta fyrir mér einstöku upplifun. Einkennin voru heldur ekkert alltof dramatísk, en þeim fylgdi nokkur kláði. Það var því mín ákvörðun að láta líkama minn alfarið um að sjá um málið, sem og hann gerði á tveimur sólarhringum. Enn veit ég þó ekki hvað olli atvikinu en drekaávöxtur er sterklega grunaður.

Næsta Blogg verður svo um þessa viku, þar sem hún er ekki lokin og bloggið orðið nógu langt fyrir, ákvað ég að geyma hana. En að lokum hendi ég inn vídjói sem við kláruðum núna nýlega, það er um hversu æðislegt er að vera hér í húsinu.

Dans á rósum

Featured image

Þá loksins sem maður hundskast til að blogga!

Ég er á lífi! …með rækilega streptókokkasýkingu og kóngulóahreiður á vinstri fæti, en það er allt og sumt. Hér er að minnsta kosti ekki brjálað veður heldur sól og blíða með lítilsháttar rigningu á köflum. Hitastig frá 25 gráðum uppí 30 gráðu steik.

Featured image

Krókódíll sem ég hitti á bar um daginn 

Varðandi heilsufarið þá fékk ég hálsbólgu rétt fyrir helgi sem ég skeytti lítið um, hélt að þetta væri bara vanalegur mengunarverkur (vegna mengaðs loftsins hér í borginni) sem við fáum stundum. Kóngulóahreiðrið er blaðra ofan á ristinni sem greri ekki í mánuð en er núna loksins farið að gróa. Það er samt ekki í alvörunni kóngulóahreiður en það fékk það viðurnefni fljótlega. Ég heimsótti lækninn í dag og er komin á pensilínkúr, með sótthreinsandi munnskol og sterk verkjalyf og neyðist til þess að vera edrú í heila viku. Heimilismenn hér halda því hins vegar fram að bjór sé ekki áfengi og því fullgilt sem meðal í þessum kúr.

Featured image

ég í Ba Ví þjóðgarðinum

Um helgina lögðu af stað sex sprækir drengir og fjórar ferskar stúlkur á tónlistarhátíðina Quest Festival. Við fórum þangað á fimm mótorhjólum og tók ferðin tæpa tvo tíma í akstri. Hátíðin var rétt hjá stað sem heitir Ba Ví en þar er gríðarlega fallegur þjóðgarður sem ég heimsótti í vikunni þar á undan. Stórkostlegt var að komast í tengsl við náttúruna aftur og fara í útilegu. Lúxusinn fólst helst í því að það var búið að tjalda fyrir okkur þegar við komum á svæðið, en það var innifalið með miðanum. Hátíðin var notaleg og ekki of stór en 800miðar voru seldir og voru vestrænt fólk í meirihluta en þó voru nokkrir yndælir Víetnamar líka með í gleðinni.

Featured image

Mín uppáhalds Dao!Featured image

Hér erum við félagarnir, vantar tvær stúlkur á myndina

Umhverfið var dásamlegt en hátíðarsvæðið var á litlum tanga umkringt stóru vatni sem var gott að svamla í. Allt grænt og vænt og himininn heiður. Gula fíflið gerði sér fært um að mæta og skein á okkur allan tíman, svolítið um of fyrir mig það er að segja á laugardeginum og var ég með léttan sólsting í bland við hálsbólguna það kvöld. Sem betur fer var nóg af áfengu meðali með í hönd svo í takt við tónlistina svifum öll við áhyggjulaus út í nátturúna.

Featured image

Hlemmiskeiðskir danstaktar, að sjálfsögðu áttu þeir ekki möguleika í slík tilþrif. 

Tónlistin var bland af elektrónískri house tónlist og raggie, nokkuð um lifandi tónlist en aðallega plötusnúðar. Spilað var á þremur sviðum og gat maður valið sér mússík við hæfi hverja stundina. Fyrir þá sem ekki voru haldnir dansbrjálæði voru rólur útumallt, þrautabrautir fyrir kræfa og hengirúm fyrir lata. Maturinn var skítsæmilegur, nóg af klósettum og meira að segja fríkeypis sturtuaðstaða. Tjaldið okkar var stórt og nóg pláss fyrir þessa tíu manns, en morgnarnir voru erfiðir þegar brennheit sólin var komin hæst á loft og við nánast drukknuð í eigin svita. Helgin gekk þó í heildina stóráfallalaust fyrir sig öll komumst við heil heim, en þess þarf ég þó að gjalda komandi viku, að sitja heima með sáran háls.

Featured image

Í síðust viku stóðum við í VPV (voulunteer peace vietnam) fyrir góðgerðarsöfnun. Þar keypti fólk sig inná litla hátíð fyrir 50þúsund dong og gat síðan gefið fráls framlög eða keypt sér minnisgripi til styrktar málefninu. Mitt framlag var að elda þjóðlegan rétt fyrir fólk að smakka og varð plokkfiskur fyrir valinu. Ég bað nú um að fiskurinn væri borin fram heitur en það var ekki hægt. Brauðið sem var með var líka eitthvað allt annað en rúgbrauð þó ég hafi reynt eftir bestu getu að lýsa því hvernig það ætti að vera, þá kláraðist brauðið strax og því þetta einna vinsælasti rétturinn, þó ég segja sjálf frá. Ýmiss dansatriði, söngatriði og glærusýningar frá mismunandi löndum t.d. Japan, Svíðþjóð, Finnlandi og Canada voru svo á meðan fólk gekk um og smakkaði nokkra rétti. Allur ágóðinn rann svo til bænda og fátæks fólks í norðrinu, sem búa við kaldar og slæmar aðstæður.

Featured image

Plokkarinn tilbúinn

Ég eldaði fiskinn kvöldið áður í einhverju heimahúsi hér í bænum, það var mjög áhugavert og alltaf gaman að fá heimboð hér. Þegar við vorum þangað komin og byrjuð að undirbúa þá voru engar kartöflur með í ferðinni og þau spruðu bara „þarftu virkilega kartöflur?“ …uuuu já! Það er bara helmingur hráefnisins! Að lokum tókst þetta samt allt saman og hér í Víetnam var eldaður býsna góður plokkfiskur í félagskap heimamanna og nokkurra rotta sem hlupu um eldhúsið. Þegar ég var að enda við réttinn áttaði ég mig á því að ég hef aldrei nokkurntíman eldað plokkfisk og nú hafði ég gert það fyrir að minnsta kosti 500manns.

Featured image

Verið að smakka fiskinn til

 Featured image

Jóhanna og sænskar kjötbollur

Nú er ég búin að vera hér í sjö vikur eða næstum helming þess tíma sem ég verð hér við vinnuna. Hér er nokkurskonar rútína komin á og henni fylgir einskonar yfirvegun, þar sem ég byrjaði í yoga fyri þrem vikum. Aðeins örfáum skrefum frá húsinu mínu, bara beint hinu megin við götuna er einskonar félagsmiðstöð með bókasafni og afþreyingu. Þar er yoga salur þar sem þrír yoga kennarar skipta á milli sín tímum. Möguleiki er á að fara allt að þrisvar sinnum á hverjum degi, en ég læt það nú vera og fer aðeins einu sinni á dag, yfirleitt eftir vinnu eða í hádegishléinu.

Featured image

Eldmeistari á Quest festivalinu

Kennararnir eru strangir og toga í útlimi manns á staði þar sem eiga hreinlega ekkert að vera á. Allt í einu er ég komin með báða fætur upp fyrir höfuð og stend á höndum eins og flamingofugl, magnað alveg hreint. Þær tala líka takmarkaða ensku, en uppáhalds frasinn þeirra við mig er „ómægod, not good, do better“ eða „belly in!“ Eftir fyrstu vikuna gekk ég um eins og spýtukall vegna gríðarlega harðsperra. Núna hinsvegar er liðleikinn farin að láta á sjá og ég er að verða eins og spagetti og næstum komin niður í þráðbeint spígat aftur eftir nokkurra ára fjarveru frá því.

Featured image

Víetnamar ELSKA karókí, og eru skrilljón slíkir staðir á hverju götuhorni.

Að sjálfsögðu tókum við okkur til eitt kvöldið og leigðum okkur herbergi. 

 Featured image

Allskonar gleði, þessi var tekin þarsíðustu helgi á Light House barnum. 

Hvað vinnuna varðar þá hafa komið inn sjálfboðaliðar sem eru að taka út skýrslu á stöðunum hér og skoða hvar má bæta og laga. Minn vinnustaður kemur einna verst út, enda mikið ábótavant. Eiginlega svo mikið að við höfum ekki hugmynd hvar á að byrja, hér þarf róttækar breytingar. Bæði á aðstæðum á húsnæði og þekkingu kennara. Skipulag og kannski örlitla peninga. Góðir hlutir gerast hægt og hægt, svo er þetta eflaust skrifað í stjörnurnar til þess að ganga upp. Ég trúi engu öðru enda les ég það í stjörnurnar aðeins það sem ég vil sjá.

Featured image

Ég fékk óvænt fullt fangið af rósum á næsta bar hérna sem við förum oftast á.  Það var ánægulegt!

Bestu Kveðjur!

Æjj þetta er allt í lagi, það eru veðurbreytingar

Featured image

Um helmingur heimilismanna hér á Nguyen Phong Sac Street númer 56 eru veikir,  eða í það minnsta sex manns.  Hér er það fullkomlega eðlilegt að á veturna, þegar hitinn fer niður í 20 gráður að fjöldi manns verði veikir og séu heimavið.  Hér rignir líka nokkuð á hverjum degi, en ekkert sem telst eitthvað hræðilegt.  Nokkuð hefur verið um veikindi í skólanum hjá mér og mörg börn pirruð og slöpp.   Heyrst hefur að víetnamar leggi niður störf fari hitinn niður fyrir 10 gráður, að minnsta kosti í skólum þar sem ung börn eru, því það er enginn hiti í húsnæðinu.  Heima á Íslandi myndum við nú kalla þetta örlítið kvef og allir sendir út, mögulega í jakka.  Reyndar verður það að viðurkennast að hitinn hérna virkar minni en heima og ég fer út klædd í flíspeysu og regnkápu,  en í guðana bænum það er samt ennþá íslenskt sumarveður hér.

Svarthvíta hetjan mín eða minn fagri fákur er sífellt með einhverja stæla.  Hann er greinilega B-fákur vegna þess að hann er hræðilega seinn í gang á morgnanna.  Það standa yfirleitt tveir til þrír karlmenn yfir mér á morgnanna á bíla(hjóla)stæðinu þegar ég reyni að sparka honum í gang (svissinn virkar ekki).  Oftast fæ ég ekki að reyna nema í nokkur skipti og þá taka þeir við hjólinu án þess að ég fái að mótmæla og beita því einhverjum töfrum til að fá það í gang.  Nýlega er fákurinn farinn að taka upp á því að drepa á sér í miðri umferðarteppunni og þar verð ég að setja punktinn.

Ég er nú þegar búin að fara með hann einu sinni í viðgerð, en það var á laugardaginn, þar skiptu þeir um olíu, mældu rafgeyminn og stilltu einhverjar skrúfur.  Ég reyndi eftir bestu getu að spyrja og reyna að komast að því sem var að, en þarsem ég er stelpa og þaraðauki með hvít á hörund þá er ég sjálfgefin prinsessa sem á hreinlega ekkert að komast að þessum hlutum. Mín kenning (samkvæmt ráðum frá fagmanni) er sú að það þurfi að skipta um loftsíu, ég hélt að þeir hefðu gert það í fyrri viðgerðinni en svo virðist ekki vera,  því ætla ég að taka hann aftur í yfirhalngu í vikunni.  Elsku svarthvíta hetjan mín, hvernig ertu í lit?

Sorgin var að yfirbuga okkur Daða í sumar þegar vinir okkar fóru á Hróarskeldu án okkar, og við sem höfðum farið hvert einasta ár síðan 2010.  Til að komast yfir þessa dramatísku sorg var ég rétt í þessu að kaupa mér miða á tónlistarhátið sem er hér í lok mánaðarins.  Þangað fer ég á svarthvítuhetjunni minni og gisti tvær nætur í 10manna tjaldi, sem betur fer náði ég að plata Jóhönnu herbergisfélaga minn með mér í ferðina svo ég væri ekki ein með átta drengjum héðan úr húsinu.   Það reyndar hljómar frekar kunnulega að vera eina stelpan á tónlistarhátið með gommu af drengjum svo ég var nú ekkert að stressa mig yfir því. Hátíðin fer fram 40mínútna akstursfjarlægð frá Hanoi og er stútfull af list og mússík.  Þetta festival er ógurlega nýtt í augum víetnama og kannski ekkert sérlega vinsælt vegna þess að þett hefur einfaldlega ekki verið gert áður (sel það ekki dýrara en ég keypti það). Ég er samt hryllilega spennt og ætla að halda áfram að vaða hamingjuna.

Featured image

Fréttir af liðinni viku eru svo þær að ég fór á Víetnamkst matreiðslunámskeið.  Þetta var semsé þriggja daga námskeið og var eldaður aðalréttur og eftirréttur í hvert skipti.  Kokkurinn var sérlega yndæll og smávaxinn prakkari sem er yfirkokkur á fjögurra stjörnu hóteli hér í bænum.  Allur ágóði námskeiðisins rennur til þess að styrkja nýstartaðs verkefni sem er einskonar lánasjóður fyrir fatlað fólk sem vill komast inná atvinnumarkaðinn.  Á miðvikudeginum elduðum við rétti frá Hanoi,  það voru vorrúllur með svínakjöti. Þær eru kallaðar Bun Nem og voru sérlega ljúffengar.  Aðalmálið var að skera allt hráefnið, laukur, vorlaukur, gulrætur og allskonar ferkst grænmeti og kryddjurtir mjög mjööög smátt.  Þegar við héldum að við værum búin að skera það niður í öreindir skammaði kokkurinn okkur og skipaði okkur að saxa enn smærra.  Í Eftirrétt var svo Hoa Qua dam, eða ávextir með sætri jógúrt.

Featured image

Featured image

Jóhanna að steikja vorrúllurnar.

Á Fimmudeginum var ferðinni heitið suður í Víetnam.  Það var auðveldasti rétturinn kallaður Bun Bo Nam Bo, eða nautakjötsréttur með núðlum.  Aðalatriðið í þeirri uppskrift var að ná fiskisósunni fullkomni.  Í Eftirrétt fengum við mjólkurhristing með ákaflega skrítnum og fágætum ávöxt eða Sinh To Mang Cau.

Featured image

Föstudagsrétturinn var frá miðju Víetnam. Kjúklingaréttur með hrísgrjónum og mjög ljúffengur.  Com Ga Tam Ki heitir rétturinn. Banh beo,  eftirrétturinn toppaði hins vegar allt námskeiðið en það voru einskonar hrísgrjónahveitispönnukökur.  Mikil kúnst var að elda þær og þurfti meðal annars að gufusjóða litla postulínsdiska áður en maður bjó til pönnukökuna í þeim.  Ofan á kökuna sem var eins og marglitta þegar hún var tilbúin var sett graslauksolía, steiktur laukur, rækjumauk og steiktir brauðteningar. Allt þetta fyrir einn guðdómlegan munnbita!
Featured image
Hér er mikið skrallað enda alltaf tilefni til,  annaðhvort til að fagna komu einhvers nýs sjálfboðaliða eða kveðjuhóf fyrir þá sem fara á brott.  Um helgina voru það hvorutveggja, fögnuður og sorg en mín elskulega Dao og einnig Sandra kvöddu okkur með tárin í augunum.  Þessi djömm eru líka kjörin fyrir allskonar dramarugl þar sem við drekkjum sorgum okkar og áhyggjum fyrir komandi og ógnandi framtíð.  En við eigum það víst öll sameiginlegt að vera í einhverskonar leit eða í biðstöðu með líf okkar. Persónulega hef ég ekki þörf fyrir að drekkja mínum eigin tárum í áfengi, að minnsta kosti hingað til, maður veit aldrei.  Heldur kýs ég að dansa uppá þaki með þvottinum og rottunum.
Featured image
Dao og Terry í léttum snúningi.
Sunnudagar til sælu!   Það er gott að ferðast á sunnudögum, en þann síðastliðinn fór ég dagsferð með Jóhönnu sænsku stelpunni sem er með mér í herbergi, Terry breska eldriborgaranum og tveimur frönskum píum í The Perfume Pagoda.  Þangað er tveggja tíma akstur með rútu en við vorum um 20 manna hópur og svo klukkutíma sigling á árabát, einstaklega notalegt. Í heildina eru þetta einhver 14 musteri hver með sína sögu.  Til að komast að merkilegasta musterinu tekur við um klukkutíma ganga upp 1300 tröppur upp svo mikla hæð að ég fékk hellu fyrir eyrun. Þar gengur maður inn í gríðarstórann helli með dropasteinsskúlptúrum og helling af gullstyttum af allskonar dýrlingum.
Featured image
Þar sem ég tók vel á því nóttina áður var heilinn á mér ekki alveg í fullri starfsemi miðað við það sem gerðist næst. Leiðsögumaðurinn leiddi okkur hvíslandi um hellinn þar sem munkarnir voru kyrjuðu sína rullu. Hún leiddi okkur að dropastein og spyr okkur:  What do you think this looks like?  Ég sérlega stolt af sjálfri mér og fullviss um svarið, hrópaði upp fyrir mig, án þess að hugsa, svo bergmálaði um allan helllinn:    IT´S A PENIS!
Vonandi kunnu munkarnir ekki ensku,  en þetta var klárlega það sem allir voru að hugsa en enginn sagði, nema þetta sérlega sterka Hlemmiskeiðsgen sem þurfti endilega að blossa upp akkúrat þarna.  Löng þögn kom á leiðsögumanninn, sem hélt vandræðalega áfram með ræðuna.  Rétta svarið var móðurbjóst og á steinninn að vera ákaflega heilagur, vatnið sem lekur niður á steininn er sagt móðurmjólk heilagar náttúru og á að vera sérlega græðandi og verndandi.  Hefðin er að taka nokkra dropa og bleyta ennið á sér, líkt og í skírn.  Ég sagði ekki mörg orð það sem eftir var þessarar ferðar.
Og í tilefni þess verða orðin ekki fleiri í þessu bloggið að sinni. Takk fyrir lesninguna.
Featured image

Snákaát og torfærur

Featured image

Áskoranirnar hér eru margar og miserfiðar. Ég hef hingað til verið ákaflega stolt af maganum mínum sem hefur staðið sig vel, þangað til í morgun þegar hann ákvað að losa sig við allt það sem ég hef innbyrgt síðan ég kom hingað. Grillstaðurinn í gærkvöldi er sennilega sökudólgurinn og færist þá sökin á mig því við elduðum ofan í okkur sjálf á litlu grilli úti á götunni. Ég var svöng og gat ekki beðið eftir fullelduðu nautakjötinu. Ferlið tók um 6tíma setu á klósettinu. Það er kannski ágætt og fínt að byrja bara uppánýtt. Þess má geta að núna er þetta allt gengið yfir og mér líður ágætlega.

Svart hvíta hetjan mín

Gærdagurinn var mér ákaflega ánægulegur. Ég fór sátt til vinnu og fann uppá nýju verkefni þar sem hentar mjög vel nokkrum nemendum. Að teikna eftir númerum, ég tók eftir að nokkrir drengir hafa ákaflega gaman að tölum og línum svo þetta varð fullkomið fyrir þá. Undir myndirnar skrifum við svo orðið á ensku og ég skrifa orðið á víetnömsku í mínar bækur.

Featured image

Eftir vinnu fór ég svo aftur á ferðaskrifstofuna okkar sem sér um ferðir fyrir okkur í VPV (Volunteers Peace Vietnam). Þar beið mín minn fagri fákur, Yamaha SaurusSR motorbike. Hann er hvítur að lit, glansandi og kraftmikill (miðað við svona lítið hjól). Minh leiðsögumaður okkar síðan á sunnudag leigði mér sama hjólið sem ég hafði verið á dagin áður.

Þetta er frekar góður díll þar sem hann sér um að smyrja og laga og skipta hjólinu út ef eitthvað kemur uppá. Hann getur einnig komið hvert semer ef hjólið stoppar (þaraðsegja innan Hanoi). Ég borga tæpan sex þúsund íslenskar krónur fyrir hjólið á mánuði, fullur tankur af bensíni kostar mig svo um 400krónur.

Maður hefur ekki upplifað Hanoi fyrr en maður hefur keyrt um á motorbike. Ég keyrði hjólið heim á háannatíma, villtist í tæpan klukkutíma og skemmti mér konunglega. Þurfti að setja bensín á hjólið og vissi ekki einu sinni hvar bensíntankurinn var. Allt þetta blessaðist að lokum og ég komst heil og glöð heim.

Þá fórum við út að borða, með nýjasta sjálfboðaliðanum sem er sextugur maður frá Englandi, með fyrrgreindum afleiðingum. Maturinn bragðaðist hins vegar stórkostlega.

Á meðan ég man, þá var ég að borða epli um daginn og losnaði þá vírinn á efri tanngarðinum að aftanverðu, þar sem hann hélt við tönnunum eftir tannréttingu. Þið munið kannski eftir því en ég var jú í tannréttingum í þrjú ár og er venjan að hafa litla víra til að halda við réttingunni. Endilega minnið mig á að láta kíkja áþetta þegar ég kem heim. Núna er ég hinsvegar með engan vír heldur límklessur fastar aftan á framtönnunum.

Featured image

Hið eiginlega Víetnam

Til að byrja með hljómaði helgin ekkert sérlega spennandi, ekkert var planað og allt í einu var kominn Laugardagur. Nokkarar stúlkur og einn drengur drösluðum okkur samt út úr húsi með það í huga að fara í Franska hluta Hanoi, sem reyndast virtist ekkert sérlega merkilegur. Þá gengum við inná ferðaskrifstofu sem VPV hefur góð sambönd við. Fyrirvarinn var heldur stuttur og ekki margt í boði. Fjórar sprækar stelpur, þar ég meðtalin ákváðum að skella okkur á mótorhjólaleigu sem gaf sig út fyrir eins dags ferðir. Ferðin var bókuð á sunnudeginum, en þá átti eftir að finna afþreyingu fyrir seinnipart þessa laugardags.

Snákastund

Ekki varð seinniparturinn af verri endanum heldur lá leiðin í Snákaþorpið, sem er í útjaðri Hanoi. Þar eru snákabúgarðar sem matreiða síðan snákana sína fyrir vel efnaða heimamenn og síðan ferðamenn. Við fundum einn sérlega tignarlegan stað og vorum eina fólkið á staðnum. Okkur var vísað til sætis og flótlega komu prúttklæddir þjónarnir með plastdúk og lögðu á gólfið. Þar á eftir kom einhverskonar altari á miðjan dúkinn. Þá var ekki aftur snúið, kemur þá snákaslátrarinn klæddur í stígvél með taupoka sem innihélt stóran og gildan snák. Sem betur fer var Mia með í för en hún er hálfvíetnömsk og getur bjargað sér á tungumálinu, en þjónarnir töluðu aðeins víetnömsku. Verðið fyrir snákinn var uppá margar milljónir, svo þegar við höfðum gefið upp verðið (um 2miljónir) sem við vorum tilbúin að borga fór snákaslátrarinn aftur og kom með lítinn og mjóan snák.

Featured image

Grafarþögn ríkti áður en hann tók upp að mér vitist ósköp venjulegan og óbeittan eldhúshníf og skar á snákinn. Blóðið var látið renna í glas á altarinu, í glasinu var hrísgrjónavín sem er eins og vodki og blóðinu var hrært vel samanvið. Þegar allt blóð var úr snáknum, skar hann á annan stað og kippti út hjartanu sem sló enn í nokkrar mínútur eftir að það lenti á disknum.

Ekki var allt búið enn, því snákurinn fékk á sig annað gat þá á magan. Þar var grænt gallið látið drúpa úr og í annað glas með hrísgrjónavodkanum. Þá var okkur skenkt í staup og fékk hver og einn eitt grænt gallstaup og eitt rautt blóðstaup. Sveitastúlkan ég kippti mér ekki sérlega mikið upp við aðferðirnar miðað við hin sjö sem láu nánast meðvitundarlaus af ógeði á gólfinu eftir aðferðirnar.

Hefðin hljómar svo að elsta manneskjan skuli gleypa hjartað. Ef ekki elsta þá karlmaðurinn í hópnum. Ég var hvorki karlmaður né elst en sú eina sem hafði kjark í að éta hjartað. Viti menn það bragðast rétt eins og seikt lifur. Það var enn heitt en rétt hætt að slá þegar ég stakk því uppímig. Mér fannst það heldur bragðdauft svo ég tugði það aðeins, sem er víst harðbannað því eituræð liggur í gegnum hjartað og getur eitið farið beint upp í heila sé það tuggið, maginn hins vegar ræður við að melta eitrið. Sem betur fer var þetta lítið hjarta og ég fann ekki fyrir neinum áhrifum.

Featured image

Eftir stutta stund kom svo hver rétturinn á fætur öðrum á borð til okkar. Snákasúpa, snákagúllas, snákasnakk (djúpsteikt snákaskinn), snáka kássa og snákaeftirréttur. Þetta bragaðist allt saman afar vel og við fórum södd út af staðnum eftir þennan litla snák.

Hjóladagur

 Featured image

Sunnudagurinn var tekinn snemma en við Dao, Sandra og Mia vorum komnar út úr húsi klukkan 6. Þá tók 30mínútna ökukennsla áður en við lögðum upp í 150kílómetra leiðangur á hjólunum, en við vorum allar óvanar eða reynslulitlar því að keyra slík tryllitæki. Til að komast út úr borginni þurftum við að keyra í tæpan klukkutíma í umferðinni, sem var erfiðasti partur ferðarinnar. Þegar við loksins komums út fengum við að sjá sólina, en hana getum við vanalega ekki séð innan borgarinnar vegna mengunar. Að komast út í náttúruna var yndislegt og lífsnauðsynlegt fyrir sveitastúlkuna.

Featured image

Búkolla mín?

Leiðin lá um hrísgrjónaakra, núðlugerðarþorp, gæsaræktun og kúasmala. Mikið var gott að finna kusulyktina. Gott ef það rann ekki niður eitt gleðitár þegar fnykurinn læddist undir hjálminn. Alveg eins og heima! Þótt að kýrnar séru hér hinum megin á hnettinum eru þær ekki alls ólíkar, þær eru álíka stórar og svipaðar að vexti. Reyndar eru þær allar rauðar og húðin á þeim lafir svolítið í hitanum, heldur lítið er júgrið undir þeim, en þær eru ekki mjólkaðar, spenarnir eru hins vegar vel stórir. Kýrnar hér eru líka alveg pollrólegar og hafa ekki sama skopskyn og þær íslensku. Það vantaði í þær alla forvitni og þær jórtruðu grasið sitt, bundnar við staur, en flestar þeirra eru einmitt bundnar bara svona hér og þar, ein og ein, kannski með einn kálf lausan. Ég sæi Öddu mína ekki alveg fyrir mér sátta bundna við einhvern staur allan liðlangan daginn.

Featured image

Leiðin lá til fjalla þar sem stór vötn eru við rætur þeirra. Við fórum í bátsferð upp að einu fjallinu, gengum upp það og þar birtist stórt hof og bústaður heimamanna. Þeir ráku upp stór augu og báðu að sjálfsögðu um mynd með þessu skringilega ljósa fólki. Við keyrðum lengra fengum steikta önd í einu smáþorpinu, reyktum víetnamska tóbakspípu sem var rótsterk og ég var að sjálfsögðu fengin í myndatöku með fyllibyttu þorpsins.

Áfram hélt ferðin að stóru vatni sem við fengum að baða okkur í. Þá var orðið heldur skýjað og þá rok og rigning á leiðinni heim. Við vorum komnar heim um 7leytið, kaldar þreyttar og svangar, en sáttar með frábæran dag.

Featured image

Vinnan

Hvað vinnuna varðar þá hefur metnaðurinn breyst nokkuð, ekki minnkað heldur bara breyst. Ég er ekki alveg jafn háfleyg í hugsun og áður en ég kom, hér erum við komin niður í grundvallaratiði. Að sýna þessum börnum umhyggju í stað barsmíða. Að koma til móts við þau og finna verkefni við hæfi hvers og eins barns.

Meðferðin á börnunum er svo ólík því sem maður hefur vanist, að ég hef ekki séð neitt þessu líkt. Það er ekki það að kennurunum líki illa við börnin eða séu slæmar manneskjur heldur er þetta bara í menningunni og norminu hér. Einstaka sinnum lendir maður í aðstæðum þar sem manni verður svo ofviða að maður dofnar upp og hverfur tímabundið í huganum, því það er ekkert annað hægt að gera, í bili. Ég ven mig líka á það að skilja vinnuna eftir í vinnunni, annað væri einfaldlega of erfitt. Góðir hlutir gerast hægt. Róm var ekki byggð á einum degi, heldur ekki fjórum mánuðum. Við sjálfboðaliðarnir gerum það sem við getum.

Framundan

Á morgun byrja ég á víetnömsku matreiðslunámskeiði. Námskeiðið kostar 500þúsund dong, eða tæpar 3þúsund. Innifalið er eins og hálfs tíma námskeið þrisvar í þessari viku. Á morgun eldum við rétt frá norður-Víetnam, fimmtudaginn tökum við mið-víetnamskan rétt og svo endum við í norðri á föstudaginn. Ég hlakka mikið til! Næstu helgi er aldrei að vita nema ég skelli mér á ströndina.

Bestu kveðjur

Árný Fjóla